• Opnunartími skrifstofu er frá 9 til 16 á virkum dögum

Ævintýraferð til Indókína

Indókína 1-18.apríl 2025

Skaginn austan við Indland og vestan við Kína heitir Indokína. Þar eru löndin Vietnam, Kambódía og Laós, og stundum er Thailand talið með.

Við höfum farið með hóp norður Thailand, til Laos og niður Mekong fljótið, þaðan til Vietnam og Kambódíu sem var stórkostleg 3ja vikna ferð, sannkallað ævintýri fyrir öll skilningarvitin.

Stór hluti þessara landa er enn alvege ósnortinn af vestrænni menningu, aðrir  luma á ekta frönsku bakaríi í þröngri götu, eða snickers súkkulaði  milli núðlanna í búðarborðinu og enn aðrir hafa frábæra ferðamannaaðstöðu með góðum hótelum og veitingahúsum.  

Víetnam og Kambódía hafa sérstöðu að því leiti að þar var óhugnanlegur stríðsrekstur í 15 ár, fyrir og eftir 1970, sem var mikil blóðtaka af vinnufæru fólki, arfleið og menningu. En engu að síður, það er stutt í velvild og bros og yndislegt að heimsækja þessi lönd sem eru svo friðsæl í dag og fólk brosleitt og rólegt.

Angkor Wat i Kambódíu, , vatnamarkaðir í Bangkok  og brjálaða umferðin í Ho Chi Minh borg í Víetnam, dásamlegur matur og fallegar strendur. Allt einstakt og ógleymanlegt.  

Ferðin okkar um páskana 2024 tókst með miklum ágætum og komust færri að en vildu.  Hefur því verið ákveðið að fara samskonar ferð  1 -18. apríl  2025.

indókína

Helstu punktar

Þessi ferð er unnin í samvinnu við Kambódíska ferðaskrifstofu sem hefur um langt skeið sett upp vel heppnaðar ferðir um
Indókína,m.a. ferð sem Stjörnuferðir fóru á svipuðum tíma 2024 og seldist upp á nokkrum vikum. Við breyttum og aðlögum
ferðina að íslenskum ferðalöngum – sem þurfa tíma til að slaka á og njóta á eigin spýtur.

Ferðin í hnotskurn


Innfæddur leiðsögumaður verður með allan tímann fyrir utan dvölina á ströndinni , en íslenskur fararstjóri verður með hópnum
frá brottför til heimkomu.

Öll hótel eru sérvalin – gætt er vel að gæðum og staðsetningu. Við forðumst stóru hótelkeðjurnar, heldur látum þjóðareinkenni
njóta sín sem mest og best. Sama má segja um val á veitingahúsum, en mikið af máltíðum eru innifaldar í ferðinni. Við munum
sinna bragðlaukunum vel og boðið er upp á leiðsögn og kennslu í matarmenningu landanna, en einstaka sinnum tökum við
hliðarspor og hvílum okkur á asískri matargerð, enda urmull af alþjóðlegum veitingarhúsum í stórborgunum.

Við heimsækjum lítil þorp og okkur er boðið inná heimili þar sem húsráðendur eru gestrisnir og vilja gjarnan bjóða okkur
hressingu. Það getur verið ýmislegt framandi – þeir huguðustu geta gætt sér á steiktum Tarantúlum – en það er svo sannarlega
ekki allra! En heilt yfir, þá þykir maturinn í þessum löndum ákaflega ljúffengur og mikið er lagt upp úr fersku hráefni og nostrað
er við matseldina.

Við kynnumst Víetnam og Kambódíu að fornu og nýju – og saga landanna er merkileg fyrir margra hluta sakir Ferð okkar hefst
í höfuðborginni Hanoi, þaðan er haldið að Halong flóa sem er talinn einn af fegurstu stöðum í heimi. Við siglum þar um á svokallari júnku, sem er sérstakur timburbátur að fornri kínverskri fyrirmynd. Ho Chi Minh City, sem áður hét Saigon, minnir á
nýlendutíma Frakka, en jafnframt hefur borgin byggst upp hratt og nýtískulega og þar er mikill ys og þys. Ekki er hægt að koma
til þessarar borgar án þess að skynja áhrif Víetnam stríðsins. Farið verður út fyrir borgina til að skoða Cu Chi göngin sem grafin
voru af miklu hugrekki og áttu sinn þátt í sigri Víetnam. Stríðssafnið í Hanoi lætur engan ósnortinn og er satt að segja ekki fyrir viðkvæma.

Í Siem Reap í Kambódíu er Angkor Wat, eitt af 7 undrum veraldar og markar sú bygging hápunkt velsældar í Kambódíu. Þar voru
áveitukerfi fyrir landbúnað, vegakerfi, gullhúðuð hof og hallir. En yfir Kambódíu hafa líka geisað hörmungar og í Phnom Penh
eru við minnt á ógnarstjórn Pol Pots og Rauðu Khmeranna sem hélt þjóðinni í heljargreipum í hartnær 20 ár. Á ferð okkar um
landið hittum við fólk sem upplifði þessa tíma á eigin skinni. Það er ekki annað hægt að dást að fólkinu sem þarna býr,
nægjusamt og brosmilt.

Frá Phnom Penh er flogið til Bangkok haldið er til Pattaya þar sem við dveljum á nýju og glæsilegu hóteli við ströndina síðustu 5
næturnar. Þar verður slökun aðalatriðið. Síðdegis og um kvöldið fyrir næturflugið áleiðis heim, höfum við tök á að heimsækja
verslunarmiðstöð í Bangkok og endum ferðina í kveðjudrykk á þakbar með útsýni yfir ljósadýrðina í Bangkok.

Samantekt

1. apríl Brottför frá Íslandi til Hanoi 
2.apríl komið til Hanoi, h,k.
3.apríl Skoðunarferð í Hanoi m,h,k
4. apríl Sigling á Halong Bay m, h,k
5.apríl Halong Bay –flug til Ho Chi Minh ( Saigon) m,h,k
6.apríl Cu Chi göngin m,h,k
7.apríl Skoðunarferð í Ho Chi Minh -flug til Siem Reap m,h,k
8. apríl Skoðunarferð til Angkor Wat m,k
9. apríl Tonal Sap vatnið m,h
10. apríl Keyrt til Phnom Penh m,h,k
11.apríl Skoðunarferð í Phnom Penh m,h,k
12.apríl Morgunflug til Bangkok , skoðunarferð í Bankok, síðdegis er keyrt til Pattaya strandarinnar.m
13. apríl Slökun á strönd m
14.apríl Slökun á strönd m
15.apríl Slökun á strönd m
16.april Slökun á strönd m
17.apríl Slökun á strönd fyrripartinn og keyrt til Bankok seinnipartinn og heimsókn í verslunarmiðstöð m
18.apríl Heimferð til Íslands:
m: morgunverður / h: hádegisverður/ K: kvöldverður

ATH Þar sem margar máltíðir eru innfaldar, er nauðsynlegt að vita fyrirfram um sérstakar óskir varðandi mat, svo og
ef ofnæmi og/eða óþol er fyrir hendi.

Hanoi: 2 nætur – Solaria hotel www.solariahotel.com sol herbergi
Halong Bay: 1 nótt- Mon Cheri cruise www.monchericruises.com svíta með sjávarsýn
Ho Chi Minh ( Saigon): 2 nætur – Fusion Original hotel Saigon https://saigoncentre.fusionoriginals.com/ original herbergi
Siem Reap: 3 nætur – Borei Angkor Resort https://www.boreiangkor.com/ deluxe herbergi
Phnom Penh: 2 nætur – Raffles Le Royal www.raffles.com/phnom-penh/ state herbergi
Pattaya: 5 nætur – Pattya Jomtien Beach www.hyatt.com/andaz/utpaz-hyatt-andaz-pattaya-jomtien-beach

Verð: 895.000 kr.*
* á mann m.v. tvíbýli
Aukagreiðsla 145.000 kr. fyrir einbýli

Allt flug
Íslenskur fararstjóri og innlendir staðarleiðsögumenn
Keyrsla í rúmgóðum og loftkældum rútum
Gist á 4-5 stjörnu, vel staðsettum hótelum (sjá lista yfir hótel)
Sigling á Halong Bay og gist um borð
Ríkulegur morgunverður alla daga
9 x hádegisverðir
9 x kvöldverðir
Skoðunarferðir skv. ferðalýsingu, ásamt öllum aðgangseyri

Áhugasamir hafið samband með tölvupósti