Komdu með okkur til Indlands
Hvað er hægt að segja um Indland? Landið er gríðarstórt og það er alls konar. Indland er næst fjölmennasta ríki heims, með 1,3 milljarði íbúa, svo í raun er það verið ákveðið þrekvirki að halda landinu sem einni heild, þar sem landið samanstendur af ólíkum hópum með ólíka menningu og trú.
Hægt er að heimsækja Indland undir ýmsum merkjum. Viltu stunda yoga ? Viltu fjalladýrð í norðri eða strendur í suðri? Viltu borgarlífið eða viltu vera á rólegum stað? Viltu sjá sem mest af menningararfleið í heimsókn þinni? En eitt er þó víst, það er eitthvað fyrir alla á Indlandi.
Það sem oft fer fyrir brjóstið á fólki þegar það sækir Indland heim, er hin áberandi stéttaskipting, sem er svo samofin menningu og trú. Þeir sem eru lægst settir búa í algerum hreysum, jafnvel á götu út og eiga ekki í sig og á. Svo eru þeir sem eru svo efnaðir að þeir vita ekki aura sinna tal. Þessi misskipting er mjög áberandi á Indlandi og auðvelt að fyllast mikilli meðaumkun yfir þeim sem enga virðingu hafa og eru sem ósýnilegir. Ef það eru einhverjar málsbætur, þá er trúin sterk á það að í næsta lífi verði allt betra, þannig að maður stigur smátt og smátt skör hærra í virðingarstiganum.
En það fer ekki milli mála, að náttúrufegurð landsins er mikil, strendur, fjallsgarðar og þjóðgarðar, mögnuð og litrík matargerð, stórfenglegar byggingar og alls konar markaðir, sem gerir heimsókn til Indlands að sannkölluðu ævintýri frá upphafi til enda.
Leiðarlýsing ferðarinnar og verð kemur upp amk. 6 mánuðum fyrir brottför
Helstu punktar
Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Þar á meðal má nefna:
Áhugasamir hafið samband með tölvupósti
Fararstjóri:
Stjörnuferðir starfa undir leyfum og tryggingum Polaris journeys ehf. Eigandi og framkvæmdastjóri er Hildur Gunnarsdóttir