Komdu með okkur í stemningsferð til Stokkhólms
Það er alltaf gaman að heimsækja Stokkhólm, en Stokkhólmur á aðventunni er alveg sérstök upplifun. Fara á jólamarkaðinn í Skansen, gæða sér á ekta sænsku jólahlaðborði, og bara rölta um borgina og finna ilminn af „pepparkakor“.
Komdu með í helgarferð 28.11 – 1.12.2024 og upplifðu með okkur sanna aðventustemmningu.
Helstu punktar
Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Þar á meðal má nefna:
- Skansen & Gröna Lund
- ABBA safnið
- Gamla Stan
- Konungshöllin
05:30 Hópurinn hittist í Leifsstöð fyrir framan Icelandair skrifstofuna í brottfararsal.
07:35 Brottför flugs með Icelandair til Arlanda í Stokkhólmi.
11:45 Lending á Arlanda – Ath: Tímamismunur er 1 klukkustund.
Fararstjóri tekur á móti hópnum og rúta ekur farþegum á Berns Hotel, 4 stjörnu Boutique Hotel vel staðsett í hjarta Stokkhólms þar
sem gist verður í 3 nætur.
Innritun og frjáls eftirmiðdagur.
19:00 Kvöldverður á Asiatique de Berns, sem er staðsettur við hliðina á Berns Hotel og er margrómaður asískur veitingastaður í heillandi umhverfi.
Ath Kvöldverður er frjálst val og er ekki innifalið í verði.
10:00 Hópurinn hittist í anddyri hótelsins og gengið verður fallega leið meðfram Strandvägen og hafnarbakkanum að Konunglega
Djurgården þar sem Skansen og Gröna Lund Tívolí eru staðsett. Við fræðumst um söguna kringum sænskt jólahald, yljum okkur við
opinn arineld og skoðum eitthvað af þeim 70 mismunandi básum sem bjóða uppá handverk, mat, list og annað sem tengist jólunum.
14:00 Skoðum Abba safnið sem er í göngufjarlægð frá Skansen.
16:00 Gönguferð til baka á hótel.
19:00. Stutt ganga yfir í Gamla Stan þar sem við snæðum ekta
sænskt jólahlaðborð í fallegu umhverfi frá 1400 öld.
10:00 hópurinn hittist í anddyri hótelsins og gengið er í gegnum Kungsträdgården framhjá Óperuhúsinu og yfir í Gamla Stan. Gamli bærinn í Stokkhólmi var byggður árið 1252 og nær allar byggingar þar eiga sér sögu. Konungshöllin er staðset í Gamla Stan og er gaman að fylgjast meðþegar skipt eru um verði.
12:15 Horfum á varðarskipti. Eftir hádegi færum við okkur yfir í miðbæinn þar sem hver og einn getur rölt um og kíkt í búðir og fengið sér hádegisverð að eigin vali.
18:30 Þeir sem vilja, hittast í anddyri hótelsins. Köldverður er á nærliggjandi þakbar og veitingahúsi, TAK. Þaðan er skemmtilegt útsýni yfir Stokkhólm.
Ath. kvöldverður er valfrjáls og ekki innifalinn í verði
09:30 Lagt af stað frá hóteli með rútu til Arlanda.
12:50 Flug með Icelandair til Keflavíkur
15:15 Lent í Keflavík
Verð á mann miðað við tvíbýli: 155.500 kr.
Aukalega fyrir einbýli: 15.500 kr.
- Flug báðar leiðir með Icelandair
- Íslenskfararstjórn allan tímann
- Rútuferð til og frá flugvelli
- Gisting í 3 nætur á hótel Berns eða sambærilegt
- Morgunverður alla daga
- Sænskt jólahlaðborð
- Aðgangur í ABBA safnið
Áhugasamir hafið samband með tölvupósti
Fararstjóri: Erna Haraldsdóttir Rigollet
Erna er búsett í Stokkhólmi, lærður markaðsfræðingur og hefur starfað sem markaðsstjóri víða um heim. Hún bjó og starfaði á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni um árabil og tók m.a. að sér að fararstjórn fyrir skandinavísk fyrirtæki og ráðstefnuhópa. Erna hefur búið í mörg ár í Stokkhólmi og þekkir vel allar faldar perlur borgarinnar. Hún leggur áherslu á að kynna íslendingum fyrir því besta sem Stokkhólmur hefur uppá að bjóða í mannlífi og menningu, mat og listum.
Stjörnuferðir starfa undir leyfum og tryggingum Polaris journeys ehf. Eigandi og framkvæmdastjóri er Hildur Gunnarsdóttir