• Opnunartími skrifstofu er frá 9 til 16 á virkum dögum

Lúxus á hafi – Explora Journeys

LÚXUS Á HAFI - EXPLORA JOURNEYS

Fyrsta Explora skipið  fór sína fyrstu ferð  síðsumars 2023. Annað skipið verður sjósett í sumar 2024 og síðan er stefnt er á að Explora skipin verða 5 talsins árið 2028 og eru þau svo sannarlega nýr og spennandi valkostur þegar kemur að skemmtisiglingum.  Skipin eru evrópsk gæðahönnun og svisslendingar sem eru  m.a. þekktir fyrir 5 stjörnu hótelrekstur og hafa komið að öllu sem varðar þjónustu.  Því er aðstaðan og þjónustan í  hæsta gæðaflokki  og áfangarstaðirnir skipsins eru spennandi. Leitast er við að  upplifun á skipunu verði  annars konar en áður hefur tíðkast í skemmtisiglinum. Eigendur og hönnuðir  skipanna  kalla þetta „Ocean State of Mind“.

Stjörnuferðir selja  allar ferðir skipsins, en sérstök  hópferð er fyrirhuguð haustið 2024,, þar sem siglt er suður Adríahafið frá Feneyjum til Aþenu, 8 daga ferð.  

Allar frekari upplýsingar um skipið sjálft og fyrirhugaðar ferðir, 2024-26,  veitum  við með mikilli ánægju í  gegnum tölvupóst, info@stjornuferdir.is

skemmtiferðaskip

Helstu punktar

Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. 

Feneyjar

Hvort sem dvalið er í Feneyjum nokkra daga áður en farið er um borð í skipið eða ef þið hafið bara
nokkra klukkutíma í borginni, þá munuð þið heillast af þessari sérstæðu borg. Prófaðu að minnsta
kosti að sigla á gondól og dást af fallegum byggingum þegar siglt er um síkin sem skera borgina þvers og kruss.

Nauðsynlegt er að fara á Markúsartorgið og jafnvel splæsa á sig svo dýrum kaffibolla að manni finnst eiginlega að bollinn sjálfur hljóti að vera innifalinn!


Svo er bara gaman að rölta um þröngar göngugöturnar, fara á markaði og fyrir þá sem kunna að meta listir, eru ákaflega falleg söfn í borginni eins og t.d. Gallerie dell’Accademia eða Peggy Guggenheim safnið

.
18:00 Byrjað að tékka inn í Explora I á Marghera bryggjunni.

23:00 Siglt af stað.

Dagur á siglingu

Við mælum með að dagurinn sé notaður til að njóta þjónustu skipsins til hins ýtrasta. Það er 3
sundlaugar, líkamsræktarstöð, barir og setustofur, að ógleymdum veitingahúsunum skipsins þar
sem það er svo sannarlega hægt að kitla bragðlaukana.

Hvar í Króatíu

08:00 Landfestar í Hvar – ekki hvar sem er, heldur í fallegu borginni Hvar í Króatíu.
Hvar er einstaklega falleg lítil borg, full af sögulegum minjum. Gömlu steinhúsin eru byggð í
þyrpingum upp í ávölum hæðunum sem umlykja höfnina. Hægt er að leigja sér hjól eða bara ganga
um meðfram strandlengjunni. Það eru fallegar baðstrendur við borgina og sjórinn tær, svo kannski
er bara freistandi að fá sér sundsprett.


20:00 Siglt af stað

Kotor í Svartfjallalandi

08:00 Lagt að í Kotor
Kotor er svo sannarlega ein af vel varðveittum perlum Evrópu. Þessi litla fallega borg er áheimsminjaskrá UNESCO vegna ómetanlegar sögulegra minja sem þar er að finna. Öflugur og heillegur virkisveggur frá miðöldum umlykur bæinn, alls um 4 km langur og fyrir ofan byggðina eru há og tignarleg kalksteinsfjöll. Gamla bænum er vel við haldið og tilfinningin sem maður fær er að vera inní í miðju ævintýri frá miðöldum. Þarna eru sterk ítölsk áhrif í matargerð og menningu og svo sannarlega hægt að gleyma sér á röltinu. Aðeins meira krefjandi er að ganga upp aldargamlan
vegarslóða upp í fjöllin en þaðan er útsýnið stórkostlegt yfir borgin, hafið og fjöllin.

Kettir hafa alltafskipt íbúa staðarins miklu máli, og þarna er að finna kattasafn, með teikningum og málverkum af
allskyns köttum, og það er nóg af kisulórum sem rölta um á torgum bæjarins og kunna vel ,,að meta smá athygli.


20:00 Siglt af stað að næsta áfangastað.

Lecce (Brindisi) á Ítalíu

08:00 Komið til hafnar í Lecce Puglia hérað og sérstaklega í kringum Brindisi borg er stútfullt af minjum sem hægt er að rekja allt til daga Spartakusar.

Það er gaman að heimsækja litlu þorpin Ostuni og Cisternino sem eru skammt frá
Lecce, kölluð hvítu þorpin af því að byggingarnar þar eru allar skjannahvítar !
Þarna eru frábærar strendur, sjórinn hreinn og tær og skemmtilegir hellar eru víða við fjöruborðið.
Þið verða að prófa Puglia pastað og „gnocchi“, sem litað með bleki smokkfisksins er hreinasta lostæti. Matur í Puglia héraði er einfaldur en ákaflega ljúffengur, sem kemur til að því að mikið erlagt upp úr fersku fyrsta flokks hráefni.


Í Puglia eru yfir 60 milljón ólívutrjáa og ólívuolían, eða hið fljótandi gull eins og olían er kölluð, og
skiptir sköpum fyrir afkomu fólks á þessu svæði.


18:00 Brottför skipsins

Nydri, Lefkada, Grikklandi

09:00 Komið til Nydri
Nydri er bær á austurströnd grísku eyjunnar Lefkada. Eyjan tengist meginlandinu með brú eða öllu heldur upphækkuðum veg.

Við Nydri eru fjölmargar háreistar eyjar og skilyrði til seglbátasiglinga
þykja afar góð. Oft á tíðum er urmull af seglbátum þarna í kring og því lífleg höfnin með litlum og
huggulegum veitingahúsum og kaffihúsum.

Skemmtilegt er að ganga í skugga ólívu trjánna upp að
fossunum í hlíðunum ofan við Nydri u.þ.b. 2ja tíma ganga. Þar er hægt að stinga sér til sunds í tæru
vatninu beint fyrir neðan fossana !


23:00 Brottför skips.

Dagur á siglingu

Við mælum með að dagurinn sé notaður til að njóta þjónustu skipsins til hins ýtrasta. Það er 3
sundlaugar, líkamsræktarstöð, barir og setustofur, að ógleymdum veitingahúsunum skipsins þar
sem það er svo sannarlega hægt að kitla bragðlaukana.

Aþena, Grikklandi

08:00 Komið til Aþenu og ferð lýkur.
Þrátt fyrir að eiga stórkostlega sögu, lifa Aþenubúar ekki í fortíðinni. Aþena er eins og hver önnur
nútímastórborg, iðar af lífi og fjöri, með fjöldann allan af söfnum og verslunum af öllum stærðum og
gerðum. En fyrir augunum er alltaf hin stórkostlega Akrópólishæð og hofið Parthenon, sem minnir
okkur á það að Aþena var eitt sinn vagga siðmenningar og íbúarnir eru í hjarta sínu afar stoltir af sögunni.


Ef borgin verður of yfirþyrmandi er stutt að fara í nálæga smábæja eða á rólegar strendur og
jafnframt er valkostur að sigla til eyjanna Mykonos og/eða Santorini og lengja fríið um nokkra daga.
Við aðstoðum með ánægju að skipuleggja framlengingu í Grikklandi, enda sent marga hópa þangað
s.l. 3 ár.

Til viðbótar

Verð frá 4.165 EUR á mann m.v. tvíbýli*
*Eftir að ferð er bókuð er umreiknað í ISK, og stendur það verð.

• 7 nætur í Ocean suite með svölum
• Allar máltíðir og vín eru innifaldar í verði, svo og hressing á kaffihúsum og börum. Á skipinu er ávalt setið til borðs og engin hlaðborð.
• Frítt skutl í miðbæ þar sem stoppað er.

Áhugasamir hafið samband með tölvupósti