Komdu með okkur Grikklands
Grikkland hefur yfir sér rómantískan blæ; sagan kallar á okkur nánast í hverju fótmáli , maturinn er ferskur og ljúffengur og fólkið vingjarnlegt og gestrisið.
Í Aþenu er vart er hægt að snúa sér við án þess að rekast á stórkostlegar minjar frá þeim tíma þegar forn Grikkir voru án efa ein framsæknasta þjóð heimsins, en Aþena er jafnframt nútímaleg stórborg með öllu því sem því fylgir.
Á landsbyggðinni er kyrrð og ró og mikil fegurð, og einstaklega gaman að upplifa þá hlið Grikklands; Grikkland eins og það er í dag, en með fornsögulegar minjar hvert sem litið er.
Og síðast en ekki síst eru það allar yndislegu eyjarnar. Þar eru frægastar Mykonos og Santorini, sem við höfum svo oft séð í tímaritum og kvikmyndum- hvítkölkuð húsin sem bera við fagurbláan himinn og kóbaltblátt hafið. Þessi sjón ein og sér örvar hjartsláttinn.
Helstu punktar
Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Þar á meðal má nefna:
- Aþena
- Mykonos
- Santorini
Áhugasamir hafið samband með tölvupósti
Fararstjóri:
Stjörnuferðir starfa undir leyfum og tryggingum Polaris journeys ehf. Eigandi og framkvæmdastjóri er Hildur Gunnarsdóttir